BM Gisting

Skoða innihald

Aðalval

Ef þú vilt vera í úthverfi Reykjavíkur, þá er Selfoss góður kostur.
-mjög fallegt hús á Selfossi.

Selfoss er lítill bær í aðeins 50 km / 40 mínútna fjarlægð frá Reykjavík.   Selfoss er nálægt  bestu ferðamannastöðum á Suðurlandi.

Húsið er 175m2 að stærð með 3 svefnherbergjum. Eldhús, stofa og sjónvarpskrókur er í opnu rými, baðherbergi með baðkari og sturtu, þvottaherbergi með þvottavél og þurkara.  Lokaður bakgarður með heitum potti, sólstólum, borði og gasgrilli.  Út frá eldhúsi er yndislegur skjólsæll pallur þar sem gott er að drekka morgunkaffið í morgunsólinni.

Eldhúsið er búið fullkomnum eldhúsáhöldum.  Ískápur, frystiskápur, uppþvottavél, eldunarhella, bakaraofn, mínútugrill, brauðrist, kaffivél, og margt fleira.


Hjónaherbergi er með kingsize rúmi. Svefnherbergi með tvö rafmagns rúm 90 x 200 og forstofuherbergi með 120 x 200, nýleg rúm.  Öll herbergin hafa góða fataskápa.

Náttúruperlur


Við erum í námunda við helstu ferðamannastaði á suðurlandi: Gullfoss, Geysir, Þingvellir, Hekla, Eyjafjallajökull, Þórsmörk, Vestmannaeyjar og Jökulsárlón, og marga fleiri.

Ekki má gleyma yndislegu Norðurljósunum sem geta birst hvenær sem er eftir ágústmánuð.

Verið velkominn í hús okkar og njótið verunnar á Selfossi.

Bjarney

Aftur í innihald | Aftur í aðalval